Kvennaskólinn í Reykjavík

Saga

Ágrip af sögu skólans

Kvennaskólinn í Reykjavík er einn allra elsti skóli landsins, stofnaður 1874 af hjónunum Þóru og Páli Melsteð. Upphaflega var skólahaldið á heimili þeirra hjóna við Austurvöll en árið 1878 létu þau rífa húsið og byggðu nýtt og stærra hús á sama stað, á eigin kostnað.  Árið 1909 flytur skólinn svo í eigið húsnæði að Fríkirkjuvegi 9. Fyrstu öldina sem skólinn starfaði var hann eingöngu fyrir stúlkur en haustið 1977 hóf fyrsti pilturinn nám við skólann. Síðan þá hefur piltum í skólanum fjölgað ár frá ári og eru þeir nú tæpur þriðjungur nemenda. Skólinn varð framhaldsskóli 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust 1982. Í skólanum eru 650  nemendur og starfsmenn eru 60.
Skólinn er til húsa að Fríkirkjuvegi 9, Fríkirkjuvegi 1, Miðbæjarskólanum og Þingholtsstræti 37. Það hús er í daglegu tali kallað Uppsalir.  Kvennaskólinn í Reykjavík er staðsettur á friðsælum stað við Tjörnina í hjarta borgarinnar og þjónar vel nemendum af öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem allar strætisvagnaleiðir liggja í miðbæinn.

Skólastjórnendur frá upphafi eru:

Frú Þóra Melsteð forstöðukona 1874 – 1906
Frk. Ingibjörg H. Bjarnason forstöðukona 1906 – 1941
Frk. Ragnheiður Jónsdóttir forstöðukona 1941 – 1959
Dr. Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri 1959 – 1982
Frú. Hrefna Þorsteinsdóttir skólastjóri 1965 – 1967 afleysing í leyfi skólastjóra
Aðalsteinn Eiríksson skólameistari 1982 – 1998
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skólameistari 1998 –
Oddný Á. Hafberg skólameistari 2006 – 2007, afleysing í ársleyfi skólameistaraSíðast breytt: 14.08.2012 14:08


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli