Kosningavika í Kvennó

Nú stendur yfir kosningavika í Kvennaskólanum en fjölmargir eru að bjóða sig fram í hinar ýmsu ábyrgðastöður og nefndir. Kosningar fara síðan fram á föstudag og verða úrslitin ljós strax þá um kvöldið. Í tilefni af kosningunum hafa framboðshópar komið sér vel fyrir í mötuneyti skólans þar sem þeir kynna stefnumál sín. Sumir bjóða upp á veitingar, jógúrtdrykki og kaffi á meðan aðrir bjóða kjósendum að hafa það huggulegt í sófasettum og horfa á sjónvarp! Það er ýmislegt á boðstólnum fyrir kjósendur og greinilega margt gert til að næla í atkvæði.