Heimsókn frá Kalmar

Seinnipartinn í dag kemur hópur af sænskum nemendum úr CIS skólanum í Kalmar í heimsókn. Hópurinn dvelur hér í vikutíma og mun vinna að verkefnum með nemendum í 3NS sem heimsótti Kalmar sl. haust. Auk þess munu Svíarnir heimsækja orkuver, jarðfræðiskor HÍ og fara í hefðbundnar ferðir á Gullfoss og Geysi.

Myndin er tekin í ferð okkar til Kalmar sl. haust - Elva Björt og Ásdís við vatnsturninn