Áfram í Boxinu

Undankeppni fyrir Boxið, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, var haldin hér í skólanum 24.október s.l.. 3 lið úr Kvennó tóku þátt og eitt þeirra komst í úrslitakeppnina sem haldin verður í HR laugardaginn 11. nóvember.  Tilgangur Boxins er að vekja áhuga framhaldsskólanemenda á tækifærum í tækni- og tölvunarfræðinámi á háskólastigi. Fyrirtæki í iðnaði taka þátt í keppninni með því að útbúa þrautir í samvinnu við kennara í tölvunarfræði-, tækni- og verkfræðideildum háskólans. Úrslitakeppninni verður sjónvarpað á RÚV seinna í vetur. Flottur árangur hjá okkar fólki. Í liðinu sem komst áfram eru:  Kristín liðstjóri, Snorri, Petra, Alexander og Rán, öll í 3NC.
Áfram Kvennó !