Svínaflensa - Viðbragðsáætlun

Svínaflensan virðist vera að herja á nokkra hér í skólanum. Gerð hefur verið viðbragðsáætlun sem notuð verður ef um mikinn faraldur verður að ræða. Hægt er að skoða áætlunina með því að smella hér. Starfsfólk, nemendur og foreldrar eru hvattir til að lesa viðbragðsáætlunina vel og reyna að forðast smit eins og unnt er. Fimm leiðir til þess koma fram á meðfylgjandi mynd (hægt er að sjá stærri útgáfu af myndinni með því að smella hér).

Mikilvægt er að foreldrar tilkynni veikindi nemenda til skólans en ekki er krafist læknisvottorðs.