Skautar í leikfimi

Þeim leiddist ekki í morgun, stelpunum í 2. bekk sem voru í leikfimitíma hjá Ástu Skæringsdóttur. Þær skelltu sér á skauta á Tjörninni í frábæru veðri. Tjörnin var einstaklega falleg, alveg eins og spegill og nutu stelpurnar þess að renna sér í logninu á glampandi svellinu. Virkilega góð byrjun á deginum hjá þessum hóp og skemmtileg tilbreyting.