Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki, öllum velunnurum skólans og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Kennsla á vorönn hefst samkvæmt nýrri stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar 2009.... lesa meira


Einkunnaafhending og prófsýning

Afhending einkunna fyrir haustönn 2008 í Kvennaskólanum verður í Uppsölum föstudaginn 19. desember kl. 9:00 árdegis og að lokinni einkunnaafhendingu er prófsýning þar sem nemendur geta skoðað prófúrlausnir sínar og fengið upplýsingar hjá kennurum. Kl. 11.15 er nemendum og kennurum boðið á tónleika Hólmfríðar Friðjónsdóttur í Fríkirkjunni. Hólmfríður er fyrrverandi kórstjóri og kennari við Kvennaskólann.... lesa meira


Eyþór íþróttamaður ársins

Eyþór Þrastarson, nemandi í 2FF í Kvennaskólanum, var í gær valinn íþróttamaður ársins 2008 úr röðum fatlaðra. Eyþór er búinn að standa sig frábærlega á árinu en hann keppir í sundi. Verðlaunahófið fór fram á Radisson SAS Hótel Sögu í gær, miðvikudaginn 10. desember. Kvennaskólinn færir Eyþóri innilegar hamingjuóskir. Myndin er fengin að láni á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra (www.ifsport.is) en þar má lesa nánari umfjöllun um hófið og sjá myndasyrpu.... lesa meira


Jólapróf

Í dag lauk kennslu samkvæmt stundaskrá á haustönn. Á morgun, miðvikudaginn 3. desember er vinnudagur kennara og upplestrarfrí fyrir nemendur.
Próf hefjast fimmtudaginn 4. desember og síðasti prófdagur er mánudaginn 15. desember. Sjúkrapróf verða haldin þriðjudaginn 16. desember. ... lesa meiraHádegisverður í Frönsku 503

Nemendur í Frönsku 503 gerðu sér glaðan dag föstudaginn 21. nóvember þegar þeir gerðu franskri matargerð góð skil undir handleiðslu Margrétar Helgu frönskukennara. Allir útbjuggu franskan rétt heima hjá sér og komu með í tíma. Úr varð ljúffengur franskur hádegisverður sem heppnaðist einstaklega vel. Nemendur létu ekki þar við sitja og buðu í mat til sín Ingibjörgu skólameistara og Grétari fagstjóra í frönsku. ... lesa meiraLifandi bókasafn í Kvennó

Lifandi bókasafn fór fram hér í Kvennó fimmtudaginn 13. nóvember. Undirbúningur og skipulagning bóksafnsins var alfarið í höndum nemenda í FÉL203. Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma og fá "lánaða" bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á: bækurnar í Lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. ... lesa meira


Lifandi bókasafn í Kvennaskólanum - Vinnan og námið

Nemendur í félagsfræði 203 standa fyrir lifandi bókasafni þann 13. nóv. nk. Þema safnsins þetta árið er „Vinnan og námið“. Á bókasafninu verða ýmsar „bækur“ sem tala um vinnu sína og menntunina eða kunnáttuna sem þau hafa ölast.
Á bókasafnið koma t.d. kennari, lögfræðingur, lögreglumaður, kjötiðnaðarmaður og margar fleiri bækur.
Lifandi bókasafn fer fram í Uppsölum (U3 og U4) er opið frá kl. 13.30 til 15.30 (fimmtudaginn 13.nóvember).... lesa meira


Allir komu þeir aftur .....

Nú er 3NS kominn heim eftir námsferð til Svíþjóðar. Eftir stuttan stans í Kaupmannahöfn þar sem farið var á Tycho Brahe stjörnufræðisafnið var haldið með lest til Kalmar í Svíþjóð. Svo mikil er aðsókn í lestar í því landi að ekki fengust sæti nema með höppum og glöppum. Auk þess sem lestin bilaði og kom klukkutíma of seint á áfangastað. Þar tóku sænskir gestgjafar á móti lúnum ferðalöngum og ekki laust við að óróa gætti í sumum hjörtum við nafnakallið í myrkrinu á brautarstöðinni í Kalmar. ... lesa meira