Gleðilega hátíð

Kvennaskólinn óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Í 1. bekk hefst kennsla á vorönn samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. janúar. Í 2.-4. bekk hefst kennsla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu nokkru áður, vonandi á milli jóla og nýárs. Sett verður sérstök frétt á heimasíðuna til að tilkynna það, þegar þar að kemur.... lesa meiraÓperusöngvari í þýskutíma

Á dögunum kom Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari og ræddi við nemendur í þýsku 503 á þýsku. Umræðuefnið var „Íslenskur námsmaður í þýskumælandi landi”. Fjallaði Bjarni m.a. um það hvernig þýskunámið í íslenskum framhaldsskóla nýttist honum í námi og starfi. Var heimsókn hans einstaklega ánægjuleg viðbót við þýskunámið. ... lesa meira


Sigur í Morfís

Ræðulið Kvennaskólans mætti liði Flensborgarskólans úr Hafnarfirði í 16-liða úrslitum Morfís þann 25. nóvember síðastliðinn og fór með glæstan og öruggan sigur af hólmi.  Keppnin fór fram í Uppsölum og hlaut lið Kvennaskólans 1472 stig á meðan Flensborgarskólinn fékk 931.  Lið Kvennaskólans var skipað eftirfarandi:
Liðsstjóri: Oddur Ævar Gunnarsson, 1.F
Frummælandi: Helgi Guðmundur Ásmundsson, 3.NL
Meðmælandi: Óli Björn Karlsson, 4.FS
Stuðningsmaður: Baldur Eiríksson, 4.FU

Baldur Eiríksson var valinn ræðumaður kvöldsins, en hann fékk 594 stig.

... lesa meiraEpladagur

Fimmtudaginn 5. nóvember er hinn hefðbundni Epladagur í Kvennaskólanum. Kennsla fellur niður frá kl. 12.00 og um kvöldið er dansleikur á Broadway. Leyfi er fyrstu tvo tímana föstudaginn 6. nóvember og hefst því kennsla kl. 10.30 þann daginn.... lesa meira


Svínaflensa - Viðbragðsáætlun

Svínaflensan virðist vera að herja á nokkra hér í skólanum. Gerð hefur verið viðbragðsáætlun sem notuð verður ef um mikinn faraldur verður að ræða. Hægt er að skoða áætlunina með því að smella hér. Starfsfólk, nemendur og foreldrar eru hvattir til að lesa viðbragðsáætlunina vel og reyna að forðast smit eins og unnt er. Fimm leiðir til þess koma fram á meðfylgjandi mynd (hægt er að sjá stærri útgáfu af myndinni með því að smella hér).

Mikilvægt er að foreldrar tilkynni veikindi nemenda til skólans en ekki er krafist læknisvottorðs.

... lesa meiraMorgunverður í þýskutíma

Á dögunum var morgunverður í þýsku 503 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað morgunverð um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð og rúnnstykki ásamt tilheyrandi áleggi, svo sem skinku, spægipylsu, ostum og sultu eða marmelaði. Vekur þetta jafnan mikla kátínu meðal nemenda.... lesa meira