Gleðileg jól !

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar.
Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu nokkru áður. Sett verður sérstök frétt á heimasíðuna til að tilkynna það, þegar þar að kemur.
Í jólaleyfinu verður skrifstofa skólans opin frá kl. 9 til 13 dagana 28. – 30. desember og 3. janúar.... lesa meira
Jólatónleikar Kvennókórsins

Jólatónleikar Kvennókórsins verða haldnir fimmtudaginn 2. des. kl. 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Á dagskránni eru stórskemmtileg jólalög, meðal annars lög eftir Baggalút og gamlir klassískir jólaslagarar. Einnig verður boðið upp á einsöng, dúetta og hljóðfæraleik. 
Ókeypis er inn á tónleikana, en á eftir verður kaffisala í Kvennaskólanum.
Allir eru velkomnir, um að gera að slaka á áður en desemberamstrið tekur við, og njóta stundarinnar og jólanna.
Hlökkum til að sjá alla. 
Kórinn og Gunnar kórstjóri... lesa meira


Bókun skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi Skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík, þann 26. nóv. s.l.:
"Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík lýsir yfir sérstakri ánægju með nýundirritað samkomulag um nýtingu Miðbæjarskólans undir starfsemi skólans. Samkomulagið leggur grunn að lausn á viðvarandi húsnæðisvanda sem hamlað hefur starfsemi skólans á liðnum árum. Skólanefndin vill óska starfsfólki, nemendum og foreldrum til hamingju með áfangann og hvetur alla sem að málinu koma að vanda til verka til að flutningurinn takist sem best.
Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 26. nóvember 2010"

... lesa meira
Kvennó fær Miðbæjarskólann

Kvennaskólinn í Reykjavík fær Miðbæjarskólann til afnota frá og með næsta hausti.
Mennta- og menningarmálaðherra og borgarstjóri skrifuðu í dag undir yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkis og borgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík til ársins 2014. Samkomulagið tryggir að leyst verður úr húsnæðisvanda þriggja skóla á tímabilinu 2011 til 2014 og verður 1.600- m.kr. varið til þess verkefnis.............. lesa meira