Haustfrí

Föstudaginn 20. október hefst haustfrí Kvennaskólans. Nemendur og starfsfólk skólans fá fjögurra daga helgarfrí og hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. október. Vonandi hafa allir það sem best í fríinu og snúa endurnærðir til starfa í næstu viku, tilbúnir í lokasprett annarinnar:) ... lesa meira


3NS í Svíþjóð

3NS er nú staddur í viku heimsókn í Kalmar í Svíþjóð ásamt þremur kennurum. Er bekkurinn að vinna samstarfsverkefni með sænskum nemendum sem snýst um orku. Ýmislegt fleira hefur verid gert en skoða orku og m.a. var leikinn fótbolti áður en leikur landsliða Íslands og Svíþjóðar fór fram síðast liðinn miðvikudag. ... lesa meira


Þórsmörk sló í gegn

Í síðustu viku fóru nemendur í 1. bekk í Þórsmörk (nánar tiltekið í Bása í Goðalandi). Farið var í tveimur hollum, fyrri hópurinn var frá þriðjudegi til miðvikudags en sá seinni frá miðvikudegi til fimmtudags. Með í för voru kennarar og stjórn nemendafélagsins. ... lesa meira