Reykjavík 871± 2

Nemendur 1 – T fóru í dag í sögutímanum á sýninguna 871 ± 2. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. ... lesa meira


Æfingaferð Kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík var í æfingabúðum í Skálholti dagana 3.-5. nóvember. 26 kórfélagar tóku þátt í ferðinni og var æft af krafti. Hópurinn æfði mest í svokölluðum Sumarbúðum Skálholts en liður í æfingunum var gönguferð yfir í Skálholtskirkju þar sem kórinn söng fjölmörg lög í frábærum hljómburði kirkjunnar. ... lesa meira


NÁTT 113 ferð

Þriðjudaginn 31. okt. fóru fyrstaársnemendur á náttúrufræðabraut í ferð um Þingvelli, Grafning og niður að sjó við Ölfusárósa. Ferðin tengdist námi í áfanganum Nátt 113 sem fjallar einkum um jarðfræði. Hvergi í heiminum eru eins góðar aðstæður og hér til að skoða flekaskil á þurru landi ... lesa meira


Epladagur

Í dag er Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Nemendafélagið býður öllum upp á epli í tilefni dagsins og nemendur gera sér glaðan dag. Kennslu lýkur kl. 13.00. Bekkirnir fara saman út að borða og bjóða gjarnan umsjónarkennara sínum með. ... lesa meira