Lifandi bókasafn í Kvennó - Jafnrétti

3-FS sér um lifandi bókasafn, þema safnsins er jafnrétti. Á bókasafninu verða 9 bækur sem fjalla um ýmis svið jafnréttis, launamun kynjanna, réttindi samkynhneigðra, staðalmyndir o.fl. Þetta eru allt áhugaverð málefni sem vert er að kynna sér. Lifandi bókasafn fer fram í Uppsölum (U4) kl. 10.30 til 13.00 á morgun (fimmtudaginn 25. október). ... lesa meira


Listavika

Nú stendur yfir listavika hjá nemendum skólans. Ýmsir viðburðir eru í matsal nemenda í hádeginu alla þessa viku og margt um að vera á kvöldin. Í kvöld verður salsadans kenndur, á morgun dragkeppni og á föstudagskvöldið er hljómsveitakvöld sem nefnist Viðarstokkur. Þar koma fram hljómsveitir úr röðum nemenda. Þema vikunnar er sveitin og af því tilefni hefur skólinn verið skreyttur með ýmsu sem minnir á sveitina og allir hvattir til að mæta í lopapeysum og gúmmítúttum.... lesa meira


Haustfrí 2007

Haustfrí Kvennaskólans þetta árið stendur frá fimmtudeginum 18. október til mánudagsins 22. október að báðum dögum meðtöldum. Skólinn verður lokaður þessa daga. Skrifstofan opnar að nýju að morgni þriðjudagsins 23. október og þá hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá. ... lesa meira


Kennaranemar í Kvennó

Undanfarin ár hefur Kvennaskólinn verið í samstarfi við HÍ um þjálfun kennaranema. Auk kennsluæfinga eru vikulegir fræðslufundir þar sem reynt er að tryggja að nemarnir fái innsýn í hinar margvíslegu hliðar skólastarfsins. Myndin er tekin af hópnum á slíkum fundi. Nemarnir eru boðnir velkomnir til starfa og þeim óskað góðs gengis. ... lesa meira