Jólapróf

Prófatörn jólaprófa í Kvennaskólanum er hafin. Prófað er hvern virkan dag til 14. desember en að auki verða sjúkrapróf mánudaginn 17. desember. Fimmtudaginn 20. desember verða síðan einkunnaafhending og prófsýning.... lesa meira


Aðventutónleikar Kórs Kvennaskólans, 2. desember kl. 20.00

Kór Kvennaskólans heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni á fyrsta sunnudegi í aðventu, sunnudagskvöldið 2. desember kl. 20.00. Sungin verða nokkur verk af ýmsu tagi en megináherslan lögð á íslensk og erlend jólalög. Nokkrir kórfélaga leika á hljóðfæri og einn kórfélagi syngur einsöng. Stjórnandi kórsins er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Þórunn Þórsdóttir, stúdent frá Kvennaskólanum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.... lesa meira