Berlínarferð 3.T

Dagana 2.-5. febrúar fóru nemendur í 3. T í náms- og menningarferð til Berlínar. Markmið ferðarinnar var að skoða helstu kennileiti sem fjallað er um í þýskunáminu og upplifa anda hinnar sögufrægu borgar. Meðal annars var farið í fjögurra tíma kynnisferð í rútu um borgina, gengið eftir hinni þekktu breiðgötu Unter den Linden og að Brandenborgar hliðinu, Þinghúsinu og að minnismerki um helförina. ... lesa meiraKórinn með bloggsíðu

Kór Kvennaskólans er búinn að koma á laggirnar bloggsíðu og er Lóa Rún Björnsdóttir umsjónarmaður hennar. Þar verða fluttar fréttir af því sem kórinn er að taka sér fyrir hendur og eru allir hvattir til að heimsækja síðuna. Slóðin er www.korkvennaskolans.bloggar.is. ... lesa meira


Skautar í leikfimi

Þeim leiddist ekki í morgun, stelpunum í 2. bekk sem voru í leikfimitíma hjá Ástu Skæringsdóttur. Þær skelltu sér á skauta á Tjörninni í frábæru veðri. Tjörnin var einstaklega falleg, alveg eins og spegill og nutu stelpurnar þess að renna sér í logninu á glampandi svellinu.... lesa meira


Heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Starfsfólk Kvennaskólans fór í heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Grundarfirði þriðjudaginn 6. febrúar. Sá skóli er með talsvert öðru sniði en hefðbundnir framhaldsskólar á Íslandi og á það bæði við um kennslufyrirkomulagið og húsnæðið. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari tók á móti okkur, sýndi okkur skólann og hélt svo fyrirlestur um starfsemina.... lesa meira


Stóri háskóladagurinn

Allir háskólar landsins verða með kynningu á starfsemi sinni laugardaginn 17. febrúar kl. 11:00-16:00 á þremur stöðum í Reykjavík. Þarna gefst framhaldsskólanemendum kjörið tækifæri til að skoða hvað háskólar landsins hafa upp á að bjóða og ættu sérstaklega þeir sem eru óákveðnir varðandi nám eftir stúdentspróf að kíkja á kynningarnar.... lesa meira