Erlendir kennaranemar í heimsókn

29. jan. til 8. febrúar verða tveir erlendir kennaranemar í heimsókn í Kvennaskólanum. Þær heita Lara Buffoni frá Ítalíu og Katharina Angerer frá Austurríki. Heimsóknin er hluti af fjölþjóðlegu verkefni sem þær taka þátt í ásamt kennaranemum við HÍ. Þær munu nota tímann til að kynna sér skólastarfið m.a. með því að fylgjast með kennslu í erlendum tungumálum. Einnig munu þær kenna sín eigin móðurmál og menningu. Lara og Katharina eru boðnar velkomnar í Kvennó. ... lesa meira


Listavika

Nú stendur yfir Listavika í Kvennaskólanum. Megin þema vikunnar er Disney. Lög úr Disney-myndum er sungin í hádeginu, horft á Disney-myndir og nemendur mæta klæddir sem Disney-persónur í skólann. Listavikunni lýkur á miðvikudag með dansleik.... lesa meira


Komin í 8-liða úrslit

Í gærkvöldi bar lið Kvennaskólans sigurorð af liði Menntaskólans að Laugarvatni í Gettu betur. Staðan eftir hraðaspurningar var 8-6 Kvennaskólanum í vil. Eftir það fengu Laugvetningar einungis tvö stig á meðan Kvenskælingar bættu sjö stigum við og unnu öruggan 15-8 sigur. Lið Kvennaskólans er því komið í 8-liða úrslit en þau fara fram í Sjónvarpinu. ... lesa meira


Gettu betur - 2. umferð

Í kvöld kl. 19.30 keppir lið Kvennaskólans í 16-liða úrslitum Gettu betur og verða andstæðingarnir lið Menntaskólans að Laugarvatni. Hægt er að hlusta á beina útsendingu frá viðureigninni á Rás 2 eða mæta í Efstaleitið og fylgjast með á staðnum. Lið Kvennaskólans skipa Gísli Erlendur Marínósson 2NÞ, Jörgen Már Ágústsson 2NÞ og Þórdís Inga Þórarinsdóttir 4FS. ... lesa meira


Gettu betur

Lið Kvennaskólans tók þátt í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna á RÚV, í gær. Keppt var við lið Flensborgarskóla og höfðu Kvenskælingar betur, sigruðu í viðureigninni með 19 stigum gegn 16 stigum Hafnfirðinga. Lið Kvennaskólans er þar með komið áfram í aðra umferð. ... lesa meira