Hádegisverður í Frönsku 503

Nemendur í Frönsku 503 gerðu sér glaðan dag föstudaginn 21. nóvember þegar þeir gerðu franskri matargerð góð skil undir handleiðslu Margrétar Helgu frönskukennara. Allir útbjuggu franskan rétt heima hjá sér og komu með í tíma. Úr varð ljúffengur franskur hádegisverður sem heppnaðist einstaklega vel. Nemendur létu ekki þar við sitja og buðu í mat til sín Ingibjörgu skólameistara og Grétari fagstjóra í frönsku. ... lesa meiraLifandi bókasafn í Kvennó

Lifandi bókasafn fór fram hér í Kvennó fimmtudaginn 13. nóvember. Undirbúningur og skipulagning bóksafnsins var alfarið í höndum nemenda í FÉL203. Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma og fá "lánaða" bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á: bækurnar í Lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. ... lesa meira


Lifandi bókasafn í Kvennaskólanum - Vinnan og námið

Nemendur í félagsfræði 203 standa fyrir lifandi bókasafni þann 13. nóv. nk. Þema safnsins þetta árið er „Vinnan og námið“. Á bókasafninu verða ýmsar „bækur“ sem tala um vinnu sína og menntunina eða kunnáttuna sem þau hafa ölast.
Á bókasafnið koma t.d. kennari, lögfræðingur, lögreglumaður, kjötiðnaðarmaður og margar fleiri bækur.
Lifandi bókasafn fer fram í Uppsölum (U3 og U4) er opið frá kl. 13.30 til 15.30 (fimmtudaginn 13.nóvember).... lesa meira


Allir komu þeir aftur .....

Nú er 3NS kominn heim eftir námsferð til Svíþjóðar. Eftir stuttan stans í Kaupmannahöfn þar sem farið var á Tycho Brahe stjörnufræðisafnið var haldið með lest til Kalmar í Svíþjóð. Svo mikil er aðsókn í lestar í því landi að ekki fengust sæti nema með höppum og glöppum. Auk þess sem lestin bilaði og kom klukkutíma of seint á áfangastað. Þar tóku sænskir gestgjafar á móti lúnum ferðalöngum og ekki laust við að óróa gætti í sumum hjörtum við nafnakallið í myrkrinu á brautarstöðinni í Kalmar. ... lesa meira


Sigur í Morfís

Föstudagskvöldið 31. október keppti Kvennaskólinn við FA í ræðukeppni Morfís og var umræðuefnið bjartsýni. Kvennó mælti með bjartsýni en FÁ á móti.
Ræðulið Kvennaskólans er skipað eftirtöldum nemendum:
Liðsstjóri - Garðar Þór Þorkelsson
Frummælandi - Björn Rafn Gunnarsson
Meðmælandi - Baldur Eiríksson
Stuðningsmaður - Viktor Orri Valgarðsson
Það er skemmst frá því að segja að Kvennó vann mjög örugglega eða með 376 stigum. Baldur Eiríksson var ræðumaður kvöldsins.... lesa meira


Epladagur 2008

Fimmtudaginn 6. nóvember er hinn árlegi Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Kennt er til kl. 13.00 en eftir það er leyfi. Samkvæmt venju fara bekkirnir saman út að borða um kvöldið og síðan er dansleikur. Leyfi er í fyrsta tíma á föstudag og kennsla hefst því kl. 9.20.... lesa meira


Námsferð til Kalmar

Í dag, 1. nóvember, lagði 3NS af stað í námsferð til Kalmar í Svíþjóð og verður þar næstu vikuna.
Byrjað er á því að fara til Kaupmannahafnar, síðan með lest á sunnudag á áfangastað. Komið verður til baka laugardaginn 8.nóv. Nemendur Kvennaskólans taka þátt í dagskrá sem er sameiginleg með sænsku nemendunum. Yfirskrift verkefnisins er Heilsa og vinna nemendur verkefni sem tengjast því á margvíslegan hátt.... lesa meira