Tjarnardagar

Í dag hófust hinir árlegu Tjarnardagar í Kvennaskólanum. Í morgun var boðið upp á kynningu á valgreinum sem í boði verða næsta vetur og eftir hádegi hefst skipulögð dagskrá þar sem nemendur mæta ekki samkvæmt hefbundinni stundaskrá heldur taka þátt í ýmsum námskeiðum og mæta á fyrirlestra um ólíkustu efni. Dagskrá þessi stendur fram á fimmtudag, en þá verður árshátíð nemendafélagsins Keðjunnar haldin á Hótel Selfossi. Allir verða í leyfi á föstudaginn en síðan tekur hefðbundið skólahald við að nýju næstkomandi mánudag. ... lesa meira


Nemendur í Parísarferð

Síðastliðinn föstudag lögðu nemendur í Parísaráfanganum (frönsku 473) í hann, áleiðis til Parísar. Þar dvelur hópurinn fram á miðvikudag (20. febrúar). Hópurinn dvelur á Hôtel New Parnasse og eru tveir kennarar með í för (Margrét Helga Hjartardóttir og Jóhanna Björk Guðjónsdóttir) en nemendurnir eru 15 talsins. Dagskráin er nokkuð þétt, nemendur heimsækja merkisstaði í borginni og vinna verkefni þar sem þeir þurfa m.a. að taka viðtöl við Parísarbúa og þá er t.d. gönguferð undir leiðsögn Kristínar Jónsdóttur á dagskrá í fyrramálið (þriðjudag). Hópurinn heldur úti blogg-síðu á meðan á ferðinni stendur og er slóðin á hana: http://www.blog.central.is/paris2008.... lesa meira


Forval næsta vetrar

Kynning á valáföngum sem í boði eru næsta vetur fer fram þriðjudagsmorguninn 19. febrúar kl. 9 - 10 fyrir 1. og 2. bekk og kl. 10 - 11:30 fyrir 3. bekk í stofum N2 - N4. Sama dag skila nemendur forvalsblaði til umsjónarkennara þar sem þeir merkja við þá áfanga sem þeir vilja helst taka. ... lesa meira


Frábær frammistaða í naumu tapi

Það var mikil spenna sem var boðið upp á í Smáralind í kvöld þegar lið Kvennaskólans og MH áttust við í átta liða úrslitum Gettu Betur. Staðan var jöfn í lokin, en þá hafði hvort lið fyrir sig hlotið 27 stig. Því var gripið til framlengingar og ekki minnkaði spennan því grípa þurfti til aukaspurninga í framlengingunni til að knýja fram úrslit. Að lokum urðu Kvenskælingar að játa sig sigraða þegar MH-ingar náðu að svara lokaspurningunni rétt og lokatölur urðu 28-29.... lesa meira


Gettu betur

Kvennaskólinn keppir við MH í 8 liða úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu í sjónvarpinu föstudaginn 15. febrúar. Upptakan fer fram í Vetrargarðinum og eru allir hvattir til að mæta og standa með sínu fólki. Útsendingin hefst kl. 20:10 en hægt er að mæta frá kl. 19:30. ... lesa meira


Háskóladagurinn 16. febrúar 2008

Laugardaginn 16. febrúar verður haldinn hinn árlegi Háskóladagur þar sem kynntar verða yfir 500 námsleiðir á háskólastigi. Það er kjörið fyrir þá sem hyggja á háskólanám að mæta á Háskólatorg Háskóla Íslands, í Ráðhús Reykjavíkur og/eða Norræna húsið til að kynna sér hvað hinir ýmsu háskólar á Íslandi og í Danmörku hafa upp á að bjóða. Hægt er að kynna sér Háskóladaginn nánar á haskoladagurinn.is. ... lesa meira


Liðsauki í náms- og starfsráðgjöf

Lilja Þorkelsdótir, nemi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindadeild HÍ, verður í starfsþjálfun í Kvennaskólanum á vorönn 2008. Hún mun starfa með námsráðgjöfum skólans og taka virkan þátt í þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjöfin hefur upp á að bjóða. Lilja mun hafa fasta viðveru alla mánudaga og þriðjudaga fram í miðjan mars. Hún er boðin innilega velkomin til starfa.... lesa meira