Söngsalur

Sú hefð hefur skapast í Kvennaskólanum að á Evrópska tungumáladaginn er safnast saman á sal rétt fyrir hádegi og nokkur lög sungin. Í dag var engin undantekning á því og nemendur og kennarar sungu undir styrkri stjórn Gunnars Benediktssonar kórstjóra, Margrétar Helgu Hjartardóttur fyrrverandi kórstjóra og við undirleik Harðar Áskelssonar. Byrjað var á að syngja Það er leikur að læra og síðan var farið í hin ýmsu lög á mismunandi tungumálum, svona í tilefni dagsins. ... lesa meira


Heimsókn frá Sönderborg Statsskole

3. bekkur á tungumálabraut er nú að taka á móti nemendum frá Sønderborg Statsskole. 3T heimsótti Sönderborg á síðasta ári. Í hópnum eru 17 nemendur ásamt tveimur kennurum. Danirnir komu til landsins laugardaginn 20. september og fara heim þann 26. september. Hópurinn hefur skoðað jarðvarmavirkjunina að Nesjavöllum. Einnig Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Danirnir hafa einnig heimsótt orkufyrirtæki og áætla að heimsækja Alþingi og Þjóðminjasafnið. Það er óhætt að segja að gestir okkar hafi ekki verið heppnir með veðrið, í ferðum út fyrir Reykjavík hefur blásið og rignt hressilega. Þrátt fyrir það eru allir hæstánægðir með heimsóknina, bæði gestir og gestgjafar. ... lesa meira


Nýnemaferð

Hin árlega ferð nýnema verður farin í vikunni. Venjulega er farið í Þórsmörk en núna eru þar miklir vatnavextir og útlit næstu daga ekki gott þar sem spáð er miklum rigningum. Því verður gist í félagsheimilinu Heimalandi, Vestur-Eyjafjöllum, Hvolsvelli. Smellið hér til að fara á heimasíðu með upplýsingum um staðinn.... lesa meiraEyþór í úrslit

Við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með gengi okkar manns í Kvennaskólanum á Ólympíuleikum fatlaðra í Beijing. Eyþór Þrastarson í 2FF náði 8. sæti í undanrásum í nótt og komst í úrslit í 400 metra skriðsundi. Úrslitin fara fram seinna í dag.... lesa meira


Nýnemar boðnir velkomnir

Miðvikudaginn 10. september er svokallaður "busadagur", þegar eldri nemendur bjóða nýnema í Kvennaskólanum velkomna. Af þeim sökum fellur hefðbundin kennsla niður eftir kl. 13.00 þann daginn. Um kvöldið verður síðan dansleikur fyrir Kvennaskólanemendur á NASA við Austurvöll frá kl. 10.00 til kl. 01.00. Leyfi verður í fyrstu kennslustund (kl. 8.10-9.10) fimmtudaginn 11. september.... lesa meira