Sigur í Morfís

Morfíslið Kvennaskólans vann frækinn sigur á ræðuliði FB föstudaginn 23. janúar.
Morfísliðið skipa:
Garðar Þór Þorkelsson - Liðstjóri
Björn Rafn Gunnarsson - Frummælandi
Baldur Eiríksson - Meðmælandi
Viktor Orri Valgarðsson - Stuðningsmaður
Viktor Orri var valinn ræðumaður kvöldsins.
Næsta keppni er í 8 liða úrslitum og mun lið Kvennaskólans etja kappi við lið Menntaskólans við Sund.... lesa meira


Sigur í Gettu betur í gær og keppt í Morfís í kvöld

Sigurganga liðs Kvennaskólans í Gettu betur hélt áfram í gærkvöldi þegar sigur vannst á FSU með 17 stigum gegn 14. Þar með er Kvennaskólinn kominn í þriðju umferð sem fram fer í Sjónvarpinu.
Í kvöld mun síðan Kvennaskólinn taka þátt í Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna. Lið Kvennaskólans mun etja kappi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Umræðuefnið er "raunveruleikinn" og mælir lið Kvennó á móti. Keppnin fer fram í Uppsölum Kvennaskólans klukkan 20:00.
Hægt er að lesa nánar um keppnina á heimasíðu Keðjunnar með því að smella hér.... lesa meira


Sigur í Gettu betur

Í gærkvöldi keppti lið Kvennaskólans við lið Flensborgar í Gettu betur. Öruggur sigur hafðist gegn Hafnfirðingum og lokatölur urðu 18 stig Kvenskælinga gegn 8 stigum andstæðinganna. Kvennaskólinn er því kominn í 2. umferð og mætir þar liði Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 22. janúar. ... lesa meira


Gettu betur

Í kvöld keppir lið Kvennaskólans í fyrstu umferð Gettu betur á móti Flensborg kl. 19:30 í Efstaleiti. Allir er hvattir til að mæta og styðja við bakið á keppendum. Þeir sem ekki komast á staðinn geta hlustað á viðureignina í útvarpinu í beinni útsendingu.... lesa meira


Liðsauki í náms- og starfsráðgjöf

Svava Rós Sveinsdóttir, nemi í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ, verður í starfsþjálfun í Kvennaskólanum á vorönn 2009. Hún mun starfa með námsráðgjöfum skólans og taka virkan þátt í þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjöfin hefur upp á að bjóða. Svava Rós mun hafa fasta viðveru alla mánudaga og þriðjudaga fram í miðjan mars. Hún er boðin innilega velkomin til starfa.... lesa meira


Gleðilegt ár!

Nú geta nemendur og kennarar séð nýjar stundatöflur vorannar 2009 í Innu. Kennsla hefst þriðjudaginn 6. janúar skv. stundaskrá. Bókalista finnið þið hér á heimasíðunni.
Skrifstofa skólans verður opnuð kl. 8:00 mánudaginn 5. janúar og starfsfólk skólans kemur þá til starfa.... lesa meira