Svínaflensa - Viðbragðsáætlun

Svínaflensan virðist vera að herja á nokkra hér í skólanum. Gerð hefur verið viðbragðsáætlun sem notuð verður ef um mikinn faraldur verður að ræða. Hægt er að skoða áætlunina með því að smella hér. Starfsfólk, nemendur og foreldrar eru hvattir til að lesa viðbragðsáætlunina vel og reyna að forðast smit eins og unnt er. Fimm leiðir til þess koma fram á meðfylgjandi mynd (hægt er að sjá stærri útgáfu af myndinni með því að smella hér).

Mikilvægt er að foreldrar tilkynni veikindi nemenda til skólans en ekki er krafist læknisvottorðs.

... lesa meiraMorgunverður í þýskutíma

Á dögunum var morgunverður í þýsku 503 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað morgunverð um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð og rúnnstykki ásamt tilheyrandi áleggi, svo sem skinku, spægipylsu, ostum og sultu eða marmelaði. Vekur þetta jafnan mikla kátínu meðal nemenda.... lesa meiraÖrnámskeið í stjórnun prófkvíða

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða.
 
Tími: 11:30 – 12:00 á miðvikudögum
 
Alls 3 skipti: 4., 11. og 18. nóvember
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Þeir nemendur sem hugsa sér að sækja um lengri próftíma vegna prófkvíða eru skyldugir til að taka þátt í námskeiðinu.
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 og hjá Ingveldi.
 
Hildigunnur og Ingveldur
námsráðgjafar
... lesa meira
Vinátta skólaárið 2009-2010 hafin!

Í mentorverkefninu Vináttu gefst háskóla- og framhaldsskólanemum þar á meðal nemendum í Kvennaskólanum í Reykjavík tækifæri til að tengjast grunnskólabarni og vera góð fyrirmynd.
Mentorverkefnið er samfélagsverkefni og er eitt meginmarkmið þess að háskóla- og framhaldsskólanemendur vinni að velferð barna og öðlist víðtæka reynslu í samskiptum við börn í gegnum persónuleg tengsl við þau. Þannig vinna mentorar að velferð barna, öðlast reynslu í samskiptum við börn, foreldra og nærumhverfi og bæta við eigin þekkingu og reynslu af samskiptum við ólíka einstaklinga.... lesa meira


Kvennó vs MH í dag

Í dag er Kvennó vs MH dagurinn. Þessir tveir skólar gera sér glaðan dag saman og keppa á ýmsum sviðum. Sem dæmi um keppnisgreinar má nefna puttastríð, sjómann, þrautahlaup og fleira. Þá munu lið kennara skólanna keppa í spurningakeppni í MH í kvöld.... lesa meira