Gleðilega hátíð

Kvennaskólinn óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Í 1. bekk hefst kennsla á vorönn samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. janúar. Í 2.-4. bekk hefst kennsla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu nokkru áður, vonandi á milli jóla og nýárs. Sett verður sérstök frétt á heimasíðuna til að tilkynna það, þegar þar að kemur.... lesa meiraÓperusöngvari í þýskutíma

Á dögunum kom Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari og ræddi við nemendur í þýsku 503 á þýsku. Umræðuefnið var „Íslenskur námsmaður í þýskumælandi landi”. Fjallaði Bjarni m.a. um það hvernig þýskunámið í íslenskum framhaldsskóla nýttist honum í námi og starfi. Var heimsókn hans einstaklega ánægjuleg viðbót við þýskunámið. ... lesa meira