Busavígsla og ball

Miðvikudaginn 2. september bjóða eldri nemendur nýnema velkomna með hefðbundinni busavígslu. Um kvöldið stendur nemendafélagið fyrir dansleik á Nasa við Austurvöll frá kl. 22:00 - 01:00. Leyfi verður í fyrsta tíma (kl. 8:10-9:10) daginn eftir ball, fimmtudaginn 3. september.... lesa meira
Stundatöflur

Nú geta nemendur í 2. – 4. bekk séð stundatöfluna sína í Innu.
Nýnemar sem fara í 1. bekk fá stundatöflu sína afhenta á skólasetningu þann 20. ágúst. Þeim býðst líka að koma og sækja töflu sína á skrifstofu skólans frá og með deginum í dag vilji þeir það. ... lesa meira


Afsláttur á kennslubókum í íslensku

Nemendur geta fengið góðan afslátt af eftirfarandi kennslubókum í íslensku ef þeir fara í viðkomandi forlög og kaupa bækurnar þar. Þeir þurfa bara að geta þess að þeir séu í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Tungutak - setningafræði handa framhaldsskólum
Tungutak - ritun handa framhaldsskólum
Tungutak - málsaga handa framhaldsskólum
(sem kennd verður eftir jól).

Allar þessar bækur eru eftir Ásdísi Arnalds, Elínborgu Ragnarsdóttur og Sólveigu Einarsdóttur.
Þessar bækur eru gefnar út af Forlaginu Bókaútgáfu og er það til húsa að Bræðraborgarstíg 7, 101 Rvík.
Guðirnir okkar gömlu eftir Sölva Sveinsson ásamt Snorra-Eddu í útgáfu Guðrúnar Nordal.
Ormurinn langi. Leiftur úr íslenskum bókmenntum 900-1900. Bragi Halldórsson, Knútur Hafsteinsson og Ólafur Oddsson tóku saman.
Þessar bækur eru gefnar út af bókaforlaginu Bjarti sem er til húsa að Bræðraborgarstíg 9.

... lesa meiraSkólasetning og upphaf kennslu


Skólasetning fyrir nýnema

Fimmtudaginn 20. ágúst er skólasetning fyrir 1. bekk kl. 9:00 í Uppsölum, Þingholtsstræti 37.
Þennan dag verða nýnemar í skólanum til hádegis í ýmsum verkefnum.
Föstudaginn 21. ágúst hefst kennsla í 1. bekk skv. stundatöflu.

Skólasetning fyrir eldri nemendur

Mánudaginn 24. ágúst er skólasetning fyrir eldri nemendur, 2.-4. bekk,  kl. 10 (sennilega í Fríkirkjunni).
Kennsla hefst svo hjá eldri nemendum þriðjudaginn 25. ágúst.

... lesa meira