Söngsalur

Í dag var söngsalur í Kvennaskólanum og var tilefnið Evrópski tungumáladagurinn sem var laugardaginn 26. september. Safnast var saman á sal rétt fyrir hádegi og sungu nemendur og kennarar lög á ýmsum tungumálum undir styrkri stjórn Erlu Elínar Hansdóttur og Margrétar Helgu Hjartardóttur, við undirleik Harðar Áskelssonar.... lesa meira


Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?

Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að koma lagi á hlutina og bjóðum upp á stutt námskeið í skipulagningu tíma, náms og vinnubrögðum sem skila árangri.

Hvert námskeið er 4 skipti. Hægt er að velja um að vera annað hvort á mánudögum eða föstudögum.

Mánudagar 5., 12., 19. og 26. október
Föstudagar: 2., 9., 23 og 30 október
    
Tími: 11:30 – 12:00 á mánudögum eða föstudögum
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 eða hjá Ingveldi i Uppsölum.
 
Hildigunnur og  Ingveldur
námsráðgjafar

... lesa meira


Verðandi kennarar í starfsnámi í Kvennaskólanum

Undanfarin ár hefur Kvennaskólinn verið í samstarfi við HÍ um þjálfun kennaranema. Auk kennsluæfinga eru vikulegir fræðslufundir þar sem nemunum er gefin innsýn í hinar margvíslegu hliðar skólastarfsins. Kennslugreinar nemanna í ár eru félagsfræði, saga og íslenska. Leiðsagnarkennarar þeirra eru Björk Þorgeirsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Sigrún Halla Guðnadóttir og Sólveig Einarsdóttir. Verkefnisstjóri er Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. ... lesa meira


Heimsókn frá Sönderborg Statsskole

Þessa viku verða 26 nemendur og tveir kennarar frá Sönderborg Statsskole í heimsókn hjá okkur. 3.T. hefur veg og vanda að heimsókninni en þau heimsóttu Sönderborg í mars síðastliðnum. Dönsku gestirnir komu til landins í gær og byrjaðu ferðina með heimsókn í Bláa Lónið. Í morgun hafa þeir setið í kennslustundum með vinum sínum í 3.T og eftir hádegi ætla þau í hvalaskoðun. Hópurinn ætlar einnig skoða Alþingi og fara dagsferð á Gullfoss og Geysi. ... lesa meira


Vel heppnaður foreldrafundur

Fundur fyrir forráðamenn nýnema við Kvennaskólann var haldinn miðvikudagskvöldið 9. september og heppnaðist hann mjög vel. Óhætt er að segja að hann hafi verið vel sóttur því um 200 manns komu. Skólastarfið var kynnt og forráðamenn hittu umsjónarkennara bekkjanna á fyrsta ári. ... lesa meira


Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 9. september. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í stofum N2-N4 að Fríkirkjuvegi 9.
Á dagskrá er meðal annars: námið við skólann, skólareglur, upplýsingakerfið Inna, þjónusta námsráðgjafa, félagslíf nemenda og störf umsjónarkennara.

... lesa meira