Bókun skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi Skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík, þann 26. nóv. s.l.:
"Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík lýsir yfir sérstakri ánægju með nýundirritað samkomulag um nýtingu Miðbæjarskólans undir starfsemi skólans. Samkomulagið leggur grunn að lausn á viðvarandi húsnæðisvanda sem hamlað hefur starfsemi skólans á liðnum árum. Skólanefndin vill óska starfsfólki, nemendum og foreldrum til hamingju með áfangann og hvetur alla sem að málinu koma að vanda til verka til að flutningurinn takist sem best.
Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 26. nóvember 2010"

... lesa meira
Kvennó fær Miðbæjarskólann

Kvennaskólinn í Reykjavík fær Miðbæjarskólann til afnota frá og með næsta hausti.
Mennta- og menningarmálaðherra og borgarstjóri skrifuðu í dag undir yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkis og borgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík til ársins 2014. Samkomulagið tryggir að leyst verður úr húsnæðisvanda þriggja skóla á tímabilinu 2011 til 2014 og verður 1.600- m.kr. varið til þess verkefnis.............. lesa meira


Epladagur 2010

Fimmtudaginn 11. nóvember er hinn árlegi Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Kennt er til kl. 13.00 en eftir það er leyfi vegna skemmtidagskrár Keðjunnar í Uppsölum. Samkvæmt venju fara bekkirnir saman út að borða um kvöldið og síðan er dansleikur. Leyfi er í fyrsta tíma föstudaginn 12. nóv. og kennsla hefst því kl. 9.20.
... lesa meira