Háskóladagurinn 2010

Laugardaginn 20. febrúar kl. 11.00-16.00 verður hinn árlegi Háskóladagur. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér hvað skólar á háskólastigi á Íslandi og Norðurlöndunum hafa upp á að bjóða.

Kynningarnar verða sem hér segir:

Háskólatorg:
Háskóli Íslands

Ráðhús Reykjavíkur:
Háskólinn á Akureyri – Háskólinn á Bifröst – Háskólinn á Hólum - Háskólinn í Reykjavík – Landbúnaðarháskóli Íslands – Listaháskóli Íslands
 
Norræna húsið:
Norrænir háskólar

Nánari upplýsingar um háskóladaginn er að finna á www.haskoladagurinn.is.

... lesa meira


Kvennaskólanum boðið á tónleika

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum og kennurum Kvennaskólans í Reykjavík á tónleika föstudaginn 19. febrúar kl. 10:30, í Háskólabíói.
Á tónleikunum mun einn efnilegasti ungi hljóðfæraleikari landsins, Sæunn Þorsteinsdóttir, leika hinn víðfræga sellókonsert eftir Antonín Dvorák.
Sæunn Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík en stundaði sellónám í Bandaríkjunum og lauk nýverið meistaragráðu frá Juilliard-tónlistarháskólanum í New York. ... lesa meiraÖrnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?

Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að koma lagi á hlutina og bjóðum upp á stutt námskeið í skipulagningu tíma, náms og vinnubrögðum sem skila árangri.

Hvert námskeið er 4 skipti.

Mánudagar 22. febrúar, 1., 8. og 15 mars

Tími: 11:30 – 12:00 á mánudögum
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 eða hjá Ingveldi i Uppsölum.
 
Hildigunnur og  Ingveldur
námsráðgjafar
 

... lesa meira