Íþróttaskóli ársins og Peysufatadagur - Myndir

Miðvikudaginn 21. apríl var Peysufatadagur Kvennaskólans, en það eru nemendur í þriðja bekk sem taka þátt í honum. Við það tækifæri afhenti menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, nemendum verðlaunabikar vegna þess að skólinn er Íþróttaskóli ársins 2010 á meðal framhaldsskóla. Á meðfylgjandi mynd eru Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og  Ragnheiður Eyjólfsdóttir formaður íþróttanefndar Kvennaskólans sem tók á móti bikarnum fyrir hönd skólans.
 
Myndir frá Peysufatadeginum eru á heimasíðu skólans og það er hægt að skoða þær með því að smella hér.
... lesa meira


Peysufatadagur og Íþróttaskóli ársins 2010

Peysufatadagur 3. bekkinga er miðvikudaginn 21. apríl, síðasta vetrardag.

Dagskráin er í aðalatriðum þessi:
7:50  Mæting fyrir utan Kvennaskólann til að taka rútu.
8:00  Morgunmatur í boði Sambands ungra sjálfstæðismanna.
9:15  Dansað fyrir utan menntamálaráðuneytið.
10:00  Dansað á Ingólfstorgi.
11:15  Komið að Kvennaskólanum og dansað og sungið.
Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kemur og afhendir nemendum verðlaunabikar vegna þess að skólinn er Íþróttaskóli ársins 2010 á meðal framhaldsskóla. ... lesa meiraKosningaúrslit

Í gær fóru fram kosningar í nefndir og helstu embætti Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans.

Helstu úrslit urðu sem hér segir:
Formaður var kjörinn Sindri Már Hjartarson (ekki munaði miklu á honum og mótframbjóðandanum Þorbjörgu Ástu Leifsdóttur).
Gjaldkeri Keðjunnar: Ragnheiður Eyjólfsdóttir.
Formaður skemmtinefndar: Ari Freyr Ísfeld.
Formaður listanefndar: Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Formaður Fúríu: Vala Björg Valsdóttir.
Formaður ritnefndar: Halla Einarsdóttir.
Formaður Loka: Óttar Hrafn Kjartansson.

... lesa meira


Góður árangur í þýsku

Í mars var hin árlega Þýskuþraut haldin í framhaldsskólum landsins og tóku sex nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík þátt. Tvö þeirra voru meðal 20 efstu, þau Heimir Örn Guðnason í 3. T og Olga Sigurðardóttir í 3. NÞ. Þau fengu bæði verðlaun frá Þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur. Þess má geta að Heimir Örn hefur þrisvar sinnum tekið þátt og alltaf komist í eitt af 20 efstu sætunum. ... lesa meira