Útskrift stúdenta vorið 2010

Föstudaginn 28. maí var myndarlegur hópur stúdenta útskrifaður frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju.
Dúx skólans á stúdentsprófi varð Ólafur Páll Geirsson 4NS með meðaleinkunnina 9,23 og tveir aðrir nemendur, einnig úr 4NS, Nína Aradóttir og Guðmundur Már Gunnarsson  hlutu einnig ágætiseinkunn á stúdentsprófi. ... lesa meiraHjólað í vinnuna - Góð þátttaka í Kvennaskólanum

Dagana 5. til 25. maí stendur yfir Hjólað í vinnuna á vegum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands. Starfsfólk Kvennaskólans lætur ekki sitt eftir liggja og sendir hvorki meira né minna en þrjú lið til keppni. Sem stendur er Kvennaskólinn búinn að hjóla samtals langleiðina til Akureyrar og er í 24. sæti í keppni vinnustaða með starfsmenn á bilinu 30-69. Hægt er að fylgjast með keppninni á www.hjoladivinnuna.is.

... lesa meira


Heimsókn í Læknagarð

Fimmtudaginn 29. apríl fór Þórður eðlisfræðikennari með 4NS í heimsókn í Læknagarð þar sem kennarar í lífeðlisfræði við H.Í. þeir Sighvatur Sævar, Þór og Jóhann tóku á móti hópnum. Þeir sýndu þeim ýmis tæki og gerðu á þeim ýmsar mælingar. T.d. voru tekin hjartalínurit og lygapróf auk þessa sem Krukkuborg var skoðuð, þar sem ýmsir líkamshlutar manna eru geymdir. Hafði hópurinn gagn og gaman af. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni.... lesa meira