Göngum til góðs!

Við hvetjum nemendur og kennara til að gerast sjálfboðaliðar Rauða krossins í einn dag með því að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn næstkomandi 2. október. Safnað verður fyrir verkefni Rauða krossins í Afríku, einkum stuðning við börn og ungmenni í Malaví sem eiga um sárt að binda vegna alnæmisvandans og stríðshrjáð börn í Síerra Leóne.

Rauði krossinn þarf 3.000 sjálfboðaliða svo hægt sé að ná til allra heimila í landinu.
Skrefin til góðs eru einföld:.............. ... lesa meira1. bekkjarferðin - Breyting

Vegna veðurs og annarra aðstæðna verður 1. bekkjarferðin að þessu sinni farin í Logaland í Reykholtsdal í Borgarfirði. Ekki er hægt að fara í Þórsmörk vegna vatnavaxta og veðurútlits. Allar tímasetningar eru þó óbreyttar, farið verður kl.8:30 frá Kvennó og mikilvægt er að allir mæti tímanlega í rúturnar.
Nauðsynlegt er að hafa með sér létta DÝNU til að sofa á.............. lesa meira


Þórsmerkurferð nýnema

Nýnemar fara í Þórsmörk dagana 28.-30. september.
Hópnum verður skipt í tvennt eins og hér segir:
• Þriðjudaginn 28. september kl. 8.30 leggja 1NF, 1FÞ og 1NA af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
• Miðvikudaginn 29. september kl. 8:30 leggja 1H, 1FF og 1NÞ af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
Hvor hópur gistir eina nótt í svefnpokaplássi í skálum Útivistar í Básum í Goðalandi.

... lesa meira