Baksturskeppni í Uppsölum í tilefni Eplavikunnar í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Listanefndin í Kvennaskólanum var með sælkerakvöld síðastliðinn mánudag í tilefni eplavikunnar. Um var að ræða baksturskeppni þar sem verðlaun voru veitt fyrir frumlegustu, flottustu og bestu kökuna. Eina reglan var að kakan átti að tengjast eplum á einkvern hátt. Dómarar voru Hlöðver matreiðslumeistari og Ásdís Ingólfsdóttir eplasérfræðingur.... lesa meira
Kórinn er byrjaður að æfa fyrir jólatónleikana.

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir þann 3. desember kl 15:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana, sem er jafnframt aðal fjáröflun kórsins. Kórinn hefur aldrei verið jafn fjölmennur en það eru rúmlega 70 krakkar í kórnum og strákarnir verða sífellt fleiri. ... lesa meira