Þar sem jólin nálgast er ljóð vikunnar í anda jólanna, en það heitir Jólabörn og er eftir Jón Óskar (Ásmundsson)( 1921-1998) sem fæddist og ólst upp á Akranesi

Hann lauk gagnfræðaprófi og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Einnig lagði hann stund á frönskunám í Frakklandi og ítölskunám á Ítalíu. Hann fékkst við margvísleg störf, til dæmis bensínafgreiðslu, píanókennslu og leik í danshljómsveitum, en seinustu árin var hann rithöfundur að atvinnu. Hann var einn af ritstjórum Birtings, tímarits um bókmenntir og listir. Jón Óskar hefur þýtt mikið úr frönsku og skrifað smásögur, skáldsögur, frásagnir og ferðaminningar. Einnig hefur hann gefið út minningar sínar og nokkrar ljóðabækur... lesa meira
Leikskólabörn í heimsókn

Nemendur í barnabókmenntum fengu á föstudaginn 14 börn af leikskólanum Seljaborg í heimsókn til sín. Nemendur sýndu börnunum og lásu fyrir þau myndasögur sem þeir hafa verið að búa til undanfarið. Leikskólakrakkarnir voru ánægðir með sögurnar og í lok heimsóknarinnar fengu allir kakó og piparkökur. ... lesa meiraJólatónleikar Kórs kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 3. desember í Fríkirkjunni í Reykjvavík

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 3. desember kl 15:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana, sem er jafnframt aðal fjáröflun kórsins. Veitingasalan verður í mötuneytinu í Uppsölum Þingholtstræti 37. Það kostar 500 kr inn í matsalinn og verða léttar veitingar í boði. Við hvetjum sem flesta til að mæta og hlusta á hugljúfa jólatónlist. ... lesa meira


Í dag þann 1. desember tók Kvennaskólinn í Reykjavík við viðurkenningu frá Landvernd vegna þess að skólinn er 200. skólinn sem hefur þátttöku í grænfánaverkefni Landverndar

Umhverfisnefnd skólans veitti viðurkenningunni viðtöku í stuttri athöfn sem haldin var í nýjum og fallegum matsal skólans. Auk fulltrúa Landverndar sóttu skólann heim ráðherrar mennta- og umhverfismála. Þær Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, voru líka komnar í þeim erindagjörðum að undirrita þriggja ára samstarfssamning milli ráðuneyta þeirra um þetta brýna verkefni.... lesa meira