Berlínarferð nemenda í ÞÝS 473

Föstudaginn 4. mars, hélt hópur nemenda í ÞÝS 473 í ferð til Berlínar ásamt kennurum áfangans, Björgu Helgu Sigurðardóttur og Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur. Í hópnum voru 22 nemendur í 3. og 4. bekk. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og unnu m.a. kynningar um þekktustu staðina. Ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega og margt var skoðað og gert.... lesa meiraKvenskælingar í Skotlandi

Laugardaginn 5. mars lögðu 20 nemendur og 3 kennarar af stað í námsferð til Skotlands. Námskeiðið er samvinnuverkefni ensku-, félagsgreina- og sögukennara. Var ferðin hluti af náminu en nemendur höfðu fyrir ferðina fengið fræðslu um sögu Skotlands, stjórnskipan, tungumálið og menningu. ... lesa meira