Ljóð vikunnar er eftir Jakobínu Sigurðardóttur, rithöfund (1918-1994).

Hún fæddist í Hælavík í Norður Ísafjarðarsýslu. Á unglingsárum flutti hún til Reykjavíkur, réðst í vist en stundaði nám í Ingimarsskóla og Kennaraskólanum á kvöldin. Seinna flutti hún að Garði í Mývatnssveit og vann við bústörf til æviloka. Jakobína vakti fyrst athygli fyrir ljóð sín en kjölfarið fylgdu ævintýri, kvæða- og smásagnasöfn. ... lesa meira3H í leikskólaheimsókn

Nemendur í 3H hafa verið að læra ýmislegt um máltöku barna í íslensku. Miðvikudaginn síðastliðinn heimsóttu þeir síðan leikskólann Seljaborg og unnu þar verkefni með nokkrum börnum þar sem ýmis atriði tengd máltöku voru til athugunar. Heimsóknin vakti mikla lukku, bæði hjá nemendum Kvennaskólans og leikskólabörnunum á Seljaborg ... lesa meiraGettu betur

Dregið hefur verið um það hvaða lið mætast í seinni umferð Gettu betur. Lið Kvennaskóla Reykjavíkur og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum keppa í dag mánudaginn 23. janúar kl. 20:00 á Rás 2. Lið Kvennaskólans keppir í Reykjavík. en lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum keppir í Eyjum. ... lesa meira


Ljóð vikunnar er eftir Bergþóru Ingólfsdóttur

Hún er fædd 4. Mars 1962 í Reykjavík og gekk í Kvennaskólann í Reykjvavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Bergþóra var starfsmaður Alþýðusambands Íslands og hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Síðar nam hún lögfræði og útskrífaðist frá Háskóla Íslands 2003. Varð síðan héraðsdómslögmaður 2004 og hæstaréttarlögmaður 2011. Birst hafa ljóð eftir Bergþóru í tímaritum, blöðum og útvarpi og einnig hefur hún fengist við ljóðaþýðingar.... lesa meira