Nemendur úr 2FF heimsækja Ríkisútvarpið í Efstaleiti.

Nemendur í 2FF eru nú á haustönn að læra fjölmiðlafræði hjá Sigríði Maríu Tómasdóttur. Þar eru þeir að skoða áhrif fjölmiðla og fræðast um þá ólíku fjölmiðla sem notaðir eru í dag. Liður í náminu er að kynna sér stofnanir og fyrirtæki sem fást við fjölmiðlun á Íslandi. Á dögunum heimsóttu nemendur Ríkisútvarpið í Efstaleiti og fengu leiðsögn um húsið frá Boga Ágústssyni, fréttamanni.... lesa meiraKvennaskólinn var í 2. sæti í Lífshlaupi framhaldsskólanna.

Keppt var í Lífshlaupi framhaldsskólanna um að ná sem flestum dögum í hreyfingu og var skólunum skipt upp í þrjá flokka miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks. Fjölbrautarskóli Suðurnesja, Flensborgarskóli og Menntaskólinn á Laugarvatni voru í fyrsta sæti í sínum flokkum. Í öðru sæti voru Verslunarskóli Íslands, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn á Húsavík. Í þriðja sæti voru Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautarskóli Vesturlands og Fjölbrautarskólinn við Ármúla. ... lesa meira