Jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 1. desember í Fríkirkjunni í Reykjavík

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 1. desember kl 14:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana og er hún jafnframt aðal fjáröflun kórsins. ... lesa meira


Ferð á Njáluslóðir 30. nóvember

Njáluferð 2.bekkjar verður föstudaginn 30, nóvermber. Þeir bekkir sem fara eru 2NA, 2NF,2NÞ, 2FA, 2FÞ og 2H. Nemendur eiga að mæta klukkan 8:00 fyrir utan Aðalbyggingu Kvennaskólans. Það er mætingarskylda. Þeir sem komast ekki, af óviðráðanlegum ástæðum, verða að tilkynna það á skrifstofu skólans og sækja formlega um leyfi. Áætluð heimkoma er milli kl. 15:00 og 16:00 ... lesa meiraGleðilegan epladag!

Í dag 22. nóvember er epladagurinn í Kvennaskólanum haldinn hátíðlegur. Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Ýmsislegt hefur verið sér til gamans gert í skólanum í vikunni og skemmtidagskrá í Uppsölum á epladaginn sjálfan. ... lesa meiraNemendur í eðlisfræðivali fóru í heimsókn í H.R.

Eðlisfræðivalið EÐL3L05 fór ásamt kennara sínum í heimsókn í H.R. þriðjudaginn 20. nóv. Þar tók Haraldur Auðunsson á móti hópnum og sýndi þeim sitt af hverju tagi sem tengist raungreinum. T.d. ýmsa eðlisfræðilega smíðisgripi eftir nemendur skólans, tilraunastofu þar sem seprafiskar voru notaðir til rannsókna á svefnlyfjum og fleiri lyfjum og röntgenmyndatæki. ... lesa meiraViðtal við Friðrik Dag á heimasíðu Comeníusar-áætlunar

Markmið Menntaáætlunar ESB er að stuðla að þróun öflugs þekkingarsamfélags í Evrópu. Hluti af áætluninni er Comenius sem styrkir fjölþjóðleg samstarfsverkefni við skóla víðs vegar í. Kvennaskólinn fékk í fyrra slíkan styrk vegna samstarfs við framhaldsskóla á Sikiley. Tveir kennarar skólans, þau Þórhildur Lárusdóttir og Friðrik Dagur Arnarson hafa stýrt samstarfsverkefninu af hálfu Kvennaskólans. ... lesa meiraDagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það.... lesa meira