Útskrift stúdenta

Föstudaginn 21. desember voru 36 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng og þrír nýstúdentar, Ágústa Björg Kristjánsdóttir, Anna Lilja Björnsdóttir og Birgir Þór Björnsson, fluttu ávörp og þrjár stúdínur, Alda Dís Arnardóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir glöddu gesti með söng. ... lesa meira
Nú geta nemendur séð einkunnir sínar í Innu.

Lokaeinkunnir í áföngum sem lýkur á haustönninni má sjá með því að velja Námsferill vinstra megin á síðunni. Einkunnir (stöðumat) í áföngum sem voru á haustönn en lýkur ekki fyrr en í vor (danska í 1. bekk, efnafræði í 1 N bekkjunum og félagsvísindi í 1BB) má sjá með því að velja Einkunnir vinstra megin á síðunni og velja svo Sundurliðun. Einkunnaafhending og prófsýning verða á morgun (miðvikudag 19.12) klukkan 9:00 ... lesa meira

Njáluferð

Kvenskælingar fóru glaðir í bragði á Njáluslóðir síðasta dag nóvembermánaðar. Lagt var af stað frá Aðalbyggingunni í hægu og mildu veðri. Á leiðinni austur var fallegt að horfa á dagrenninguna og var orðið vel ratljóst þegar fyrsta áfangastað var náð. Kappklæddir nemendur hlupu að Gunnarssteini þar sem Gunnar á Hlíðarenda og bræður hans börðust við þrjátíu menn. ... lesa meira