Valkynning

Þriðjudaginn 28. febrúar munu kennarar skólans kynna þá valáfanga sem í boði eru næsta vetur. Kynningin fer fram á 2. hæð Miðbæjarskólans. 1. bekkur mætir á kynninguna kl. 9:15 en 2. og 3. bekkur mæta kl. 10:00. Brautarstjórar verða svo til viðtals í stofum M14 og M15 frá kl. 11-13. Nemendur í 1. og 2. bekk fá valblöðin í hendur fyrir valkynninguna en þeir sem eru í 3. bekk og hyggjast útskrifast næsta vetur fá valblöðin send í tölvupósti. ... lesa meira
Ljóð vikunnar orti Steinn Steinarr (1908-1958)

Steinn Steinarr er skáldanafn Aðalsteins Kristmundssonar. Hann fæddist á Laugarlandi v/Ísafjarðardjúp en ólst upp í Miklagarði, Saurbæjarhreppi í Dölum. Fluttist til Reykjavíkur um tvítugs aldur á árum kreppu og atvinnuleysis. Naut ekki langrar skólagöngu, þótti ódæll í æsku. Lifði við fátækt enda gat hann ekki unnið erfiðisvinnu sökum bæklunar. Fyrsta ljóðabók hans Rauður loginn brann kom út 1934. Með síðustu ljóðabók sinni Tíminn og vatnið 1948 braut Steinn blað í íslenskri ljóðagerð. Síðar varð hann eitt vinsælasta ljóðskáld Íslendinga. ... lesa meiraÞjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Meðfylgjandi er afrit af undirskriftum á þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti frá því í nóvember s.l. Annað skjalið er undirritað af ráðherrum og eða fulltrúa ráðherra auk borgarstjóra og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hitt skjalið er með ofangreindum aðilum auk fulltrúa fjölda samtaka, félaga og stofnanna sem öll á einn eða annan hátt láta sig þetta mikilvæga málefni varða. Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einleti þætti vænt um ef þess skjöl færu sem víðast og yrðu sýnileg sem flestum. ... lesa meira