Peysufatadagurinn var haldin hátíðlegur hjá nemendum í dag 30. mars.

Peysufatadagur 2. bekkjar Kvennaskólans í Reykjavík fór vel fram í blíðviðri og blankalogni . Nemendur glöddu marga með dansi og söng. Meðal annars dönsuðu þau fyrir framan ráðuneyti mennta- og menningarmála. Heimsóttu Droplaugastaði, Grund og Hrafnistu. Komu síðan öll marserandi í skólann sinn og þar hélt hátíðin áfram. Í lokin fengu þau vöfflur og heitt súkkulaði. Reynir Jónasson spilaði glæsilega á harmonikkuna og Margrét Helga Hjartardóttir stjórnaði söngnum af sinni alkunnu snild. ... lesa meiraPeysufatadagur 2. bekkinga Kvennaskólans verður haldinn föstudaginn 30. mars.

Peysufatadagurinn er gömul hefð skólans og hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Í þá daga voru aðeins stúlkur nemendur við Kvennaskólann og þær ákváðu til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn síðan þá. Á Peysfatadaginn klæðast nemendur að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman í Hallargarðinum fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennaskólans og foreldra. ... lesa meira


Sérstofur í vorprófum 2012

Nemendur með greiningar eða prófkvíða, sem óska eftir að vera í sérstofunni í vorprófum 2012, þurfa að staðfesta það við námsráðgjafa sem fyrst og eigi síðar en föstudaginn 30. mars. Athugið að aðeins þeir sem hafa sótt prófkvíðanámskeið geta fengið að vera í sérstofu vegna prófkvíða.... lesa meira
Landskeppnin í efnafræði

Góð þátttaka var hjá okkar nemendum í Landskeppninni í efnafræði sem var haldin 28.febrúar. Ein úr þeim hópi Rebekka Helga í 4NS komst í 15 manna úrslit og keppti aftur í fræðilegri og verklegri efnafræði um síðustu helgi. Rebekka var meðal 10 efstu keppenda. Við óskum Rebekku Helgu til hamingju með frábæran árangur. ... lesa meira


Gerður Kristný Guðjónsdóttir, oftast aðeins Gerður Kristný er höfundur ljóðs vikunnar.

Hún er fædd í Reykjavík 10. júní 1970. Gerður lauk B.A.-prófi í frönsku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1992 og stundaði einnig nám í hagnýtri fjölmiðlun 1992-1993. Hún var ritstjóri Mannlífs 1998 til 2004 en hefur síðan haft ritstörf að aðalatvinnu. Gerður Kristný hefur sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, barnabækur og fleira og hafa bækur hennar hlotið ýmsar viðurkenningar. ... lesa meira