Ljóðskáld þessarar viku er Hallgrímur Helgason.

Hér birtist síðasta erindið úr kvæði hans „Vandamál“. Hallgrímur fæddist þann 18. febrúar 1959 í Reykjavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands veturinn 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Frá árinu 1982 hefur hann starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hann hefur skrifað ljóðabók og skáldsögur, og hefur ein þeirra „101 Reykjavík“ verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.... lesa meiraVortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Flutt verða bæði klassísk íslensk lög og poppuð lög sem margir ættu að kannast við. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en veitingasala verður eftir tónleikana í Uppsölum Þinholtstræti 37. Þar er aðgangseyrir 1000 kr og nóg af kökum og ýmsu góðgæti í boði. Veitingasalan er aðal fjáröflun kórsins og hvetjum við alla til að koma. ... lesa meiraSíðastliðinn miðvikudag fóru 2FF og 2FÞ í dagsferð á Njáluslóðir

Ferðin var hin ánægjulegasta í alla staði og veðurguðirnir léku við hópinn. Úlpur og treflar, sem voru með í för reyndust óþarfi, en sólvörn hefði verið vel þegin. Bústaðir helstu persóna voru heimsóttir, bardagar sviðsettir, efnt til veislu á sögusetrinu og hvað eina. Nemendur rifjuðu upp helstu atburði, nutu veðurblíðunnar, náttúrufegurðarinnar og samverunnar og allir komu heilir heim, glaðir í bragði. Svona á sko að kveðja veturinn! ... lesa meira


Kvennaskólinn í Reykjavík keppir til úrslita í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í Vodafone höllinni laugardaginn 21. apríl. Húsið opnar klukkan 19.00 og verður söngkeppnin í beinni útsendingu á RÚV frá kl. 20.30. Salurinn lokar kl 20:05 fyrir útsendinguna sjálfa. The Blue Beebers verða fulltrúar Kvennaskólans í Reykjavík í söngkeppninni en það eru þau Björk Úlfarsdóttir, Laufey María Jóhannsdóttir, Rögnvaldur Konráð Helgason, Sigurður Bjarki Hlynsson, Agnes Eyja Gunnarsdóttir og Brynja Kristinsdóttir. ... lesa meira