STÖÐUPRÓF

Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 13. september kl. 16:00 í eftirfarandi tungumálum: Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku (tagalog og cebuano), finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, Twi, ungversku, úkraínsku og víetnömsku. ... lesa meira

Bókalisti

Nú getur hver nemandi séð sinn sérútbúna bókalista í Innunni. Nemandinn fer inn í Innu, fær stundatöfluna sína á skjáinn með því að velja Vika efst á skjánum og þegar taflan er komin upp má velja hlekkinn Bókalisti ofan við stundatöfluna hægra megin. Þá kemur upp bókalisti með bókum þeim sem nemandinn á að nota á haustönninni. ... lesa meira


Skólinn byrjar mánudaginn 20. ágúst

Skólinn verður settur mánudaginn 20. ágúst kl. 9:00 í matsalnum í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Ætlast er til að allir nýnemar, 1. bekkingar, mæti þangað. Eftir skólasetninguna (um kl. 9:30) eiga nýnemar að hitta umsjónarkennara sína í Miðbæjarskólanum skv. nánara skipulagi sem verður tilkynnt við skólasetninguna. Gert er ráð fyrir dagskrá með nýnemum til kl. 12 þennan dag. ... lesa meira
Bókalistar og stundatöflur

Nemendur geta nú séð bókalista á heimasíðu skólans. Annars vegar er listi fyrir nemendur í 1. bekk og hins vegar heildarlisti þar sem áfangarnir eru í stafrófsröð og nemendur geta skoðað hvaða bækur þarf að kaupa í hverjum áfanga. Til að sjá í hvaða áföngum nemendur eru á haustönn má skoða stundatöflu í Innu. ... lesa meira