Dvöl góðra gesta frá Sikiley er lokið.

Þá er heimsókn nemenda og kennara frá Sikiley lokið en þeir fóru af landi brott í morgun. Á þeim 10 dögum sem þeir dvöldu hér á landi komu þeir víða við, fóru meðal annars um Þingvelli, Gullfoss og Geysi í fallegu veðri og þá var einnig gist í Þórsmörk og ummerki Eyjafjallajökulsgossins skoðuð. Þessir dagar hafa verið ánægjulegir og reynsluríkir, jafnt fyrir erlendu gestina og gestgjafana og kostir erlends samstarfs enn og aftur sannað sig.... lesa meira


Í þessari viku birtast tvær ferskeytlur eftir Þuru í Garði.

Hún fæddist í Garði í Mývatnssveit 1891 og ólst þar upp. Hún var 10 vikur í unglingaskóla en naut engrar frekari menntunar. Á síðari hluta ævinnar dvaldist Þura og starfaði á Akureyri. Þar vann hún á gróðrarstöð og við heimavist Menntaskólans á Akureyri. Þura orti aðallega ferskeytlur, flestar í glettnum tón. Ljóðabók hennar „Vísur Þuru í Garði“ kom fyrst út 1939. ... lesa meira