"FÁÐU JÁ!"

Miðvikudaginn 30. janúar verður stuttmyndin "Fáðu já!" sýnd í grunn- og framhaldsskólum landins. Í myndinni er leitast við að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar og innræta sjálfsvirðingu og jákvæðni í nánum samskiptum. ... lesa meira


Brennisteinsfnykur í lofti

Þessar vikurnar er kennsla komin í fullan gang og nemendur glíma við margvísleg verkefni. Í öllum efnafræðiáföngum gera nemendur nokkrar verklegar æfingar sem oft eru skemmtilegar fyrir utan að auka skilning á viðfangefninu. Nemendur 1.FA byrjuðu mánudaginn á að skoða frumefni, efnablöndur og efnasambönd. Meðal annars hituðu þau saman brennistein og járn. Þessu fylgdi lykt sem ekki fellur öllum í geð. ... lesa meira