Útskrift stúdenta!

Föstudaginn 20. desember voru 27 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng og nýstúdent Laufey María Jóhannsdóttir flutti ávarp. Einnig lék Ingunn Erla Kristjánsdóttir nýstúdent einleik á selló. ... lesa meira
Nemendur geta skoðað einkunnir sínar í Innu

Nemendur geta nú skoðað einkunnir sínar í Innu. Þar sem dönskunni í 1. bekk og efnafræðinni hjá 1. bekkjum náttúruvísindabrautar lýkur ekki fyrr en í vor hafa nemendur ekki fengið lokaeinkunnir sem birtast á einkunnablaði. Til að sjá haustannareinkunnir sínar í þessum greinum þurfa nemendur að velja í Innunni vinnuleiðina Einkunnir undir Námið vinstra megin á síðunni og velja síðan Sundurliðun.... lesa meira