Jóhann Sigurjónsson (1880-1919) er ljóðskáld vikunnar

Jóhann Sigurjónsson fæddist á Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu 19. júní 1880. Laxamýri var stórbýli á þeim tíma og ólst Jóhann upp við góðan aðbúnað yngstur í átta systkinahópi. Eftir nám í Lærða skólanum hélt Jóhann til Kaupmannahafnar árið 1899 til að stunda nám í dýralækningum. Hann hvarf frá því námi og sneri sér alfarið að ritstörfum. Hann einbeitti sér nú að skrifa leikrit en í Lærða skólanum var hann farinn að skrifa töluvert, einkum ljóð. Þekktustu leikrit Jóhanns eru Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur. ... lesa meiraÍ beinni útsendingu á FM957

Nemendur í Kvennó eiga þess kost að velja fjölmiðlafræði sem valgrein. Í áfanganum er verið að skoða áhrif fjölmiðla og fræðast um þá ólíku fjölmiðla sem notaðir eru í dag. Liður í náminu er að heimsækja stofnanir og fyrirtæki sem fást við fjölmiðlun á Íslandi. Á dögunum heimsóttu nemendur 365 miðla í Skaftahlíð og fengu leiðsögn um húsið. ... lesa meira