Að springa úr stolti

Ár hvert er haldin forkeppni fyrir Ólympíuleikana í efnafræði. Í þetta sinn tóku 5 nemendur frá Kvennó þátt og tilkynnum við með stolti að ekki aðeins komust tveir þeirra í undanúrslit , heldur komust þeir báðir áfram alla leið í fjögurra manna ólympíuliðið! Það komust 14 manns í að keppa um sæti í því. Því eiga Ingvar Hjartarson og Pétur Már Gíslason báðir rétt á því að fara til Moskvu að keppa við nemendur hvaðanæva að í efnafræðikunnáttu.... lesa meiraLimrur vikunnar

Limra er enskur bragarháttur sem er fimm braglínur og kom fram á 18. öld. Þorsteinn Valdimarsson skáld kynnti limrur fyrstur á Íslandi. Oftast eru limrur grínvísur og alloft grófar en geta líka verið hvassar samfélagsádeilur, fantasíur og fáránleiki. Hér birtast nokkrar limrur úr Limrubókinni sem Pétur Blöndal tók saman og kom út á síðasta ári. ... lesa meira

Vel heppnuð Parísarferð

Nemendur og kennarar í Parísaráfanganum voru sæl og ánægð með vel heppnaða fimm daga ferð til Parísar um daginn. Það var mikið skoðað í borginni fögru, mikið gengið og bragðað á ýmsu góðgæti. Bakaríin slógu í gegn og nemendum þótti maturinn almennt góður þannig að goðsögnin um franskan mat var sannreynd. ... lesa meira