Kór Kvennaskólans heldur vortónleika sína í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 30. apríl klukkan 20:00.

Síðastliðinn föstudag hélt kór Kvennaskólans í tónleikaferð á Sólheima í Grímsnesi. Þar söng kórinn blöndu af nýjum og gömlum popp- og rokklögum við afar góðar undirtektir íbúa og gesta. Sérstaka athygli vakti framkoma og sönggleði kórfélaga. Kórinn endurtekur leikinn í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 30. apríl klukkan 20:00. ... lesa meira
Nemendaskiptaverkefni

Nemendur í 2H eru nú í nemendaskiptaverkefni, sem styrkt er af Comenius, með nemendum við Sintermeerten skóla í Heerlen sem er sunnarlega í Hollandi. Hollensku nemendurnir munu dvelja á Íslandi í byrjun september og Kvennskælingarnir heimsækja Holland í apríl 2014. Tveir kennarar skólans, Ásdís Arnalds og Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir, fóru í undirbúningsheimsókn nú fyrr í mánuðinum þar sem þær m.a. skoðuðu Sintermeerten skólann, funduðu með hollensku kennurunum sem taka þátt í verkefninu og skoðuðu áhugaverða staði til að heimsækja með nemendum næsta vetur... lesa meira