Einkunnaafhending og prófsýning í Kvennaskólanum þriðjudaginn 28. maí

Dagskrá: 1. Kl. 9:00 - Skólameistari ávarpar nemendur í mötuneytinu Uppsölum og veitir viðurkenningar. 2. Að ávarpi loknu ná nemendur í einkunnablöð hjá umsjónarkennara sínum (sjá lista yfir staðsetningu þeirra á auglýsingatöflum skólans) 3. Strax að lokinni einkunnaafhendingu er prófsýning þar sem nemendum gefst kostur á að skoða úrlausnir sínar. Staðsetning greina er á auglýsingatöflum skólans. ... lesa meira


Lokaball keðjunar

Miðvikudaginn 29. maí verður lokaball Keðjunar haldið á Rúbín. Þemað í ár verður hip hop og ætla sjálfir hip hop guðirnir í xxx Rottweiler að mæta og halda uppi stemmninguni ásamt Danna Deluxx og Kódín Kúsh. Húsið opnar 22:00 og lokar 23:30 en ballinu lýkur kl 1:00. ... lesa meira
Ljóð vikunnar er eftir Jóhannes úr Kötlum(1899-1972)

Jóhannes ( Jónasson) út Kötlum (1899-1972) var fæddur að Goddastöðum í Dölum. Hann lauk kennaraprófi 1921 og starfaði sem kennari í Dölum og síðar við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Hann bjó um nítján ára skeið í Hveragerði en fluttist svo til Reykjavíkur. Seinni hluta ævi sinnar fékkst Jóhannes við ritstörf en var oft á sumrin umsjónarmaður Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. ... lesa meira


Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna

Í gær var úthlutað úr þróunarsjóði námsgagna og erum við í Kvennaskólanum stolt af því að fjórir kennarar við skólann hlutu styrki. Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir fengu styrk fyrir Brot úr bókmenntasögu með skáldlegu ívafi, Kristján Guðmundsson fyrir Sálfræði kvikmynda og Þórður Kristinsson fyrir Mannfræði fyrir byrjendur. Óskum við þeim til hamingju með styrkinn og góðs gengis við námsefnisgerðina. ... lesa meira