Samningar við skóla á Sikiley

Í maí sl. voru tveir kennarar, Þórhildur Lárusdóttir og Friðrik Dagur Arnarson, og skólameistari Kvennaskólans, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, í heimsókn á Sikiley vegna Comeníusar nemendskiptaverkefnis sem skólinn hefur tekið þátt í. Í ferðinni heimsótti hópurinn tvo skóla og gerður var tvíhliða framtíðarsamningur milli skólanna um að taka á móti nemendum frá skólunum til dvalar í þrjá mánuði. ... lesa meiraÚtskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

Föstudaginn 31. maí voru 110 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng undir stjórn Gunnars Ben. Þrír nýstúdentar tóku þátt í athöfninni; Oddur Ævar Gunnarsson fráfarandi formaður Keðjunnar flutti ræðu fyrir hönd nýstúdenta, Brynhildur Þóra Þórsdóttir söng og Steina Kristín Ingólfsdóttir lék á víólu. ... lesa meira