Heimasíða Kvennaskólans er skólanámskrá skólans

Skólanámskráin er nú öll komin hér inn á heimasíðuna. Þar með er endanlega lokið innleiðingarverkefninu sem hófst haustið 2008. Skólanámskráin er bæði birt í heilu lagi, sjá hér og svo eru einstaka kaflar hennar undir viðeigandi heitum á síðunni. Einnig eru þar ýmsar fleiri upplýsingar um skólann og líta má á heimasíðuna sem skólanámskrá Kvennaskólans í Reykjavík. ... lesa meira


Innritun lokið

Innritun í Kvennaskólann í Reykjavík fyrir næsta skólaár er lokið. Umsóknir úr 10. bekk voru 287 með skólann sem fyrsta val og 341 með skólann sem annað val eða alls 628. Unnt var að veita 202 skólavist. Umsóknir eldri nemenda úr öðrum skólum voru 50 og unnt var að veita 4 þeirra skólavist. Nýir nemendur skólans fá bréf og gíróseðil í pósti í næstu viku. ... lesa meira