Nýnemadagur

Á morgun 26. ágúst er nýnemadagur í Kvennaskólanum. Kennslu lýkur kl 13.10 þennan dag, þá verða nýnemar sóttir og fara í leiki með eldri nemum. Um kvöldið er dansleikur á skemmtistaðnum Rúbín. Ballið hefst kl 10 og lýkur kl 1. Daginn eftir, fimmtudaginn 27. ágúst hefst kennsla kl 9.20. ... lesa meira


Skólinn byrjar þriðjudaginn 18. ágúst

Skólinn verður settur þriðjudaginn 18. ágúst kl. 9:00 í matsalnum í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Ætlast er til að allir nýnemar, 1. bekkingar, mæti þangað. Eftir skólasetningu eiga nýnemar að hitta umsjónarkennara sína í Miðbæjarskólanum skv. nánara skipulagi sem verður tilkynnt við skólasetninguna. Gert er ráð fyrir dagskrá með nýnemum til kl. 12 þennan dag. Kennsla í 1. bekk byrjar svo miðvikudaginn 19. ágúst skv. stundaskrá. ... lesa meira