Námskeið í lestrartækni

Ágæti nemandi.

Áttu erfitt með að muna það sem þú lest?

Missirðu oft einbeitingu við lesturinn?

Finnst þér þú lesa hægt?

Endurtekur þú oft sömu línu þegar þú lest?

 

Ekki örvænta, það er leikur að lesa ef vinnubrögðin eru í góðu lagi.

Við erum tilbúnar að aðstoða þig til þess að ná betri leikni í lestri og að muna það sem þú lest.

 

Við ætlum að halda námskeið í lestrar- og minnistækni sem er 2 x 30 mínútur.

Staður og stund: Viðtalsherbergi náms- og starfsráðgjafa á 2. hæð í M, kl. 11:30-12:00 þriðjud. 22. og 29 september.

Skráning á aðalskrifstofu skólans í A í síðasta lagi mánud. 21. sept.

 

Kær kveðja,

Hildigunnur og Ingveldur.